Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs 20. september 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum