Snyrta hár án réttinda í heimahúsum 18. september 2006 06:00 Hárgreiðslustofa. Erfitt getur verið að fá þær konur sem starfa heima til að starfa á hárgreiðslustofum. Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi. Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi.
Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira