Innlent

Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum

Hjólreiðasnillingar sýndu listir sínar í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var.
Hjólreiðasnillingar sýndu listir sínar í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var. MYND/Hrönn

Hjólreiðamenn sýndu listir sínar á hjóladeginum síðastliðinn laugardag. Vegleg dagskrá var haldin þar sem skipulagðar hjólalestir fóru um borgina þvera og endilanga, auk sérstakrar götuhjólreiðakeppni, og ofurhugar sýndu listir sínar í Hljómskálagarðinum þar sem dagskránni lauk.

Yfirskrift dagsins var Hjólum saman – hvílum bílinn, en hann var liður í Evrópsku samgönguvikunni. Þetta er fjórða árið í röð sem Reykjavíkurborg tekur þátt. Samgönguvikunni er, eins og heitið gefur til kynna, ætla að vekja athygli á og hvetja til umræðna um samgöngumál. Hún er að þessu sinni helguð loftlagsbreytingum og hafa samgöngumátar af þeim sökum verið ofarlega í umræðunni, meðal annars vegna þeirra áhrifa sem þeir geta haft á umhverfið.

Rannsókn Pálma Freys Randverssonar, sérfræðings í samgöngumálum hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, hefur vakið nokkra athygli en hann komst að því að hjólreiðamaður getur lagt um það bil fimm kílómetra að baki á aðeins fimmtán mínútum með því að hjóla eftir aðalstígum borgararinnar. Ályktunin er áhugaverð með hliðsjón af því að 60 prósent bílferða innan borgarmarka spanna þrjá kílómetra eða minna.

Eins og Pálmi bendir á er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um það bil þrjátíu mínútur og því ættu þeir sem starfa í um fimmtán mínútna hjólafjarlægð frá heimilum sínum að hugleiða þennan samgöngukost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×