Bleikt og blátt 18. september 2006 06:00 Enn eru Baugsmál í sviðsljósi og enn er gamla góða varnarliðið kallað út. Gísli Marteinn var fenginn gegnt mér í Kastljósþætti síðastliðinn föstudag. Það var eins og að ræða við sjálfan Birting um veilur í kenningum meistara hans, Dr. Altungu. Hallur Hallsson skrifaði meinlausa grein í Mogga en grein Sigurðar Más Jónssonar í Viðskiptablaðinu er svaraverð. "eins og menn höfðu fyrir sið að skamma Albaníu þegar þeir lögðu ekki í Kína þá virðist Hallgrímur hafa vanið sig á að skamma opinbera embættismenn þegar hann þorir ekki í Davíð," ritar Sigurður Már. Hér er spurning hvort ¿þor¿ sé rétta orðið, gagnvart manni sem er orðinn svo lítill í sér að hann er farinn að gorta sig af vináttu við núverandi Bandaríkjaforseta. Og er Davíð sjálfsagt eini, núverandi jafnt sem fyrrverandi, þjóðarleiðtogi heimsins sem telur sér vinfengi við Bush til tekna. Sigurður virðist hinsvegar (sem betur fer) eiga aðra vini og er hneykslaður á því að ég skuli vefengja framgöngu setts saksóknara í Baugsmálinu. "hefur Hallgrímur kosið að ráðast á opinbera embættismenn og suma undir nafni þó hann viti að þeir geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér." Það er liðin tíð að mönnum leyfist ekki að gagnrýna opinbera embættismenn á Íslandi. Þorgeir heitinn Þorgeirson gekk alla leið til Strassborgar til að færa okkur leyfið til þess, eins og frægt er orðið. Sigurður Tómas Magnússon var settur nýr saksóknari í Baugsmálinu þegar aðrir játuðu sig sigraða. Honum var ætlað að koma ferskur að málinu og meta það sjálfstæðum huga. Margt bendir hinsvegar til þess að það hafi hann ekki gert, enda rataði málið í sömu ógöngur og áður í höndum hans. Ef til vill var hann of hlýðinn "baksóknurum" málsins. Ef til vill var reynsluleysi um að kenna. Eins og Sigurður Már getur um í grein sinni hefur Sigurður Tómas meiri reynslu sem dómari en lögmaður. Efinn um hlutleysi saksóknarans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starfar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þegar hann tók við málinu setti Sigurður Tómas upp skrifstofu í húsnæði ríkissáttasemjara að Borgartúni 21 og notaði það heimilisfang í bréfhausum sínum. Hér kviknaði von um að þetta leiðindamál væri nú loks komið í sjálfstæðar hendur. Sjálfstæðið varði hinsvegar ekki lengi. Fyrr en varði var saksóknarinn ferski sestur inn til Ríkislögreglustjóra og situr þar enn eins og ég sannreyndi á dögunum þegar ég hringdi í embættið og bað um Sigurð Tómas Magnússon. "Hann er því miður ekki við í augnablikinu," var svar símadömu. Hvernig á nýr saksóknari að geta starfað sjálfstætt og geta horft á málið ferskum augum, sitjandi í næsta herbergi við við þá hófu bæði rannsókn og málsókn og klúðruðu hvoru tveggja með eftirminnilegum hætti? Það er aldrei auðvelt að byggja upp traust og þetta er að minnsta kosti ekki leiðin til þess. Baugsmál í einfaldri hnotskurn: Í lok ágúst 2002 lét lögregla til skarar skríða og gerði innrás í Baug vegna vísbendingar frá Jóni Geraldi Sullenberger um að 60 milljón krónur hefðu farið með grunsamlegum hætti út úr fyrirtækinu inn á reikning í Florída. Við innrásina fannst reikningurinn. Hann sýndi hinsvegar öfuga stefnu fjárstreymis: Jón Gerald skuldaði Baugi 60 milljónir. Í siðmenntuðum löndum hefði hér verið látið staðar numið, Jón Gerald verið talinn ótrúverðugur og fyrirtækið beðið afsökunar. En ekki á Íslandi Davíðs Oddssonar. Þar var hafin þriggja ára löng rannsókn á fjárreiðum fyrirtækisins, Jón Gerald gerður að hetju í fjölmiðlum og lögmaður hans að hæstaréttardómara. Eigum við svo bara að taka ofan fyrir þessari atburðarás eins og Birtingur & co biðja okkur um? Eigum við bara að segja halelúja og fara með bæn Sigurðar Más í Viðskiptablaðinu: "Er ekki bara betra að halda sig við einfaldari mál eins og Davíð Oddsson spurði svo eftirminnilega í Kastljósþætti síðasta sunnudag." Tímaritið "Bleikt og blátt" hefur nú lokið göngu sinni. Bleika blaðið á fjölmiðlamarkaðnum er hinsvegar vel blátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Enn eru Baugsmál í sviðsljósi og enn er gamla góða varnarliðið kallað út. Gísli Marteinn var fenginn gegnt mér í Kastljósþætti síðastliðinn föstudag. Það var eins og að ræða við sjálfan Birting um veilur í kenningum meistara hans, Dr. Altungu. Hallur Hallsson skrifaði meinlausa grein í Mogga en grein Sigurðar Más Jónssonar í Viðskiptablaðinu er svaraverð. "eins og menn höfðu fyrir sið að skamma Albaníu þegar þeir lögðu ekki í Kína þá virðist Hallgrímur hafa vanið sig á að skamma opinbera embættismenn þegar hann þorir ekki í Davíð," ritar Sigurður Már. Hér er spurning hvort ¿þor¿ sé rétta orðið, gagnvart manni sem er orðinn svo lítill í sér að hann er farinn að gorta sig af vináttu við núverandi Bandaríkjaforseta. Og er Davíð sjálfsagt eini, núverandi jafnt sem fyrrverandi, þjóðarleiðtogi heimsins sem telur sér vinfengi við Bush til tekna. Sigurður virðist hinsvegar (sem betur fer) eiga aðra vini og er hneykslaður á því að ég skuli vefengja framgöngu setts saksóknara í Baugsmálinu. "hefur Hallgrímur kosið að ráðast á opinbera embættismenn og suma undir nafni þó hann viti að þeir geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér." Það er liðin tíð að mönnum leyfist ekki að gagnrýna opinbera embættismenn á Íslandi. Þorgeir heitinn Þorgeirson gekk alla leið til Strassborgar til að færa okkur leyfið til þess, eins og frægt er orðið. Sigurður Tómas Magnússon var settur nýr saksóknari í Baugsmálinu þegar aðrir játuðu sig sigraða. Honum var ætlað að koma ferskur að málinu og meta það sjálfstæðum huga. Margt bendir hinsvegar til þess að það hafi hann ekki gert, enda rataði málið í sömu ógöngur og áður í höndum hans. Ef til vill var hann of hlýðinn "baksóknurum" málsins. Ef til vill var reynsluleysi um að kenna. Eins og Sigurður Már getur um í grein sinni hefur Sigurður Tómas meiri reynslu sem dómari en lögmaður. Efinn um hlutleysi saksóknarans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starfar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þegar hann tók við málinu setti Sigurður Tómas upp skrifstofu í húsnæði ríkissáttasemjara að Borgartúni 21 og notaði það heimilisfang í bréfhausum sínum. Hér kviknaði von um að þetta leiðindamál væri nú loks komið í sjálfstæðar hendur. Sjálfstæðið varði hinsvegar ekki lengi. Fyrr en varði var saksóknarinn ferski sestur inn til Ríkislögreglustjóra og situr þar enn eins og ég sannreyndi á dögunum þegar ég hringdi í embættið og bað um Sigurð Tómas Magnússon. "Hann er því miður ekki við í augnablikinu," var svar símadömu. Hvernig á nýr saksóknari að geta starfað sjálfstætt og geta horft á málið ferskum augum, sitjandi í næsta herbergi við við þá hófu bæði rannsókn og málsókn og klúðruðu hvoru tveggja með eftirminnilegum hætti? Það er aldrei auðvelt að byggja upp traust og þetta er að minnsta kosti ekki leiðin til þess. Baugsmál í einfaldri hnotskurn: Í lok ágúst 2002 lét lögregla til skarar skríða og gerði innrás í Baug vegna vísbendingar frá Jóni Geraldi Sullenberger um að 60 milljón krónur hefðu farið með grunsamlegum hætti út úr fyrirtækinu inn á reikning í Florída. Við innrásina fannst reikningurinn. Hann sýndi hinsvegar öfuga stefnu fjárstreymis: Jón Gerald skuldaði Baugi 60 milljónir. Í siðmenntuðum löndum hefði hér verið látið staðar numið, Jón Gerald verið talinn ótrúverðugur og fyrirtækið beðið afsökunar. En ekki á Íslandi Davíðs Oddssonar. Þar var hafin þriggja ára löng rannsókn á fjárreiðum fyrirtækisins, Jón Gerald gerður að hetju í fjölmiðlum og lögmaður hans að hæstaréttardómara. Eigum við svo bara að taka ofan fyrir þessari atburðarás eins og Birtingur & co biðja okkur um? Eigum við bara að segja halelúja og fara með bæn Sigurðar Más í Viðskiptablaðinu: "Er ekki bara betra að halda sig við einfaldari mál eins og Davíð Oddsson spurði svo eftirminnilega í Kastljósþætti síðasta sunnudag." Tímaritið "Bleikt og blátt" hefur nú lokið göngu sinni. Bleika blaðið á fjölmiðlamarkaðnum er hinsvegar vel blátt.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun