Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu 10. september 2006 07:30 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira