Skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra 10. september 2006 03:30 Risabor Impregilo boraði sig í gegnum síðasta berghaftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar um ellefuleytið í gærmorgun. Þar með lauk tveggja ára og fimmtán kílómetra löngu ferðalagi borsins undir Fljótsdalsheiði og skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Þetta er mjög stór áfangi fyrir Impregilo, segir Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi. Nú þegar þessum áfanga er lokið eru það ekki nema um tveir kílómetrar sem á eftir að bora í allri þessari jarðgangagerð fyrir aðrennslisgöngin. Þar af leiðandi er þetta ansi stór dagur. Um hundrað manns voru viðstaddir þegar borinn fór í gegn. Af öryggisástæðum var honum ekki ýtt af fullu afli seinustu metrana og tók það um klukkustund að bora í gegnum seinasta haftið sem var tæpir tveir metrar að þykkt. Þar sem borinn var stöðvaður eru um hundrað og fimmtíu metrar upp á yfirborðið. Ómar segist hafa verið í göngunum þegar borinn braut seinasta haftið. Það var tekið mjög vel á móti þeim mönnum sem komu í gegnum síðasta berghaftið. Við merktum stóran hring þar sem við ætluðum bornum að koma í gegn og honum skeikaði um fimmtán sentimetra á þessari fimmtán kílómetra leið. Við teljum það ansi gott, segir hann. Borinn, sem kallast TBM1, verður nú tekinn í sundur og sendur úr landi. Hann fer í önnur verkefni eftir uppherslu hjá framleiðandanum. Borarnir tveir sem eru eftir, TBM2 og TBM3 bora hvor á móti öðrum og eiga eftir um tveggja kílómetra leið. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Risabor Impregilo boraði sig í gegnum síðasta berghaftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar um ellefuleytið í gærmorgun. Þar með lauk tveggja ára og fimmtán kílómetra löngu ferðalagi borsins undir Fljótsdalsheiði og skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Þetta er mjög stór áfangi fyrir Impregilo, segir Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi. Nú þegar þessum áfanga er lokið eru það ekki nema um tveir kílómetrar sem á eftir að bora í allri þessari jarðgangagerð fyrir aðrennslisgöngin. Þar af leiðandi er þetta ansi stór dagur. Um hundrað manns voru viðstaddir þegar borinn fór í gegn. Af öryggisástæðum var honum ekki ýtt af fullu afli seinustu metrana og tók það um klukkustund að bora í gegnum seinasta haftið sem var tæpir tveir metrar að þykkt. Þar sem borinn var stöðvaður eru um hundrað og fimmtíu metrar upp á yfirborðið. Ómar segist hafa verið í göngunum þegar borinn braut seinasta haftið. Það var tekið mjög vel á móti þeim mönnum sem komu í gegnum síðasta berghaftið. Við merktum stóran hring þar sem við ætluðum bornum að koma í gegn og honum skeikaði um fimmtán sentimetra á þessari fimmtán kílómetra leið. Við teljum það ansi gott, segir hann. Borinn, sem kallast TBM1, verður nú tekinn í sundur og sendur úr landi. Hann fer í önnur verkefni eftir uppherslu hjá framleiðandanum. Borarnir tveir sem eru eftir, TBM2 og TBM3 bora hvor á móti öðrum og eiga eftir um tveggja kílómetra leið.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira