Innlent

Liðsauka vantar í Afganistan

Yfirmenn innan Atlantshafsbandalagsins hafa hvatt aðildarríki til að útvega liðsauka í baráttunni gegn skæruliðum talíbana í suðurhluta Afganistans að því er kemur fram á vefsíðu BBC.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, gagnrýnir sum aðildarríki fyrir aðgerðaleysi.

Æðsti yfirmaður herafla bandalagsins, Gen James Jones, segir að styrkur andstöðunnar komi þeim nokkuð á óvart. En hann hefur trú á því að þeim muni takast að ná stjórn á ástandinu bráðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×