Innlent

Segja yfirvöld sýna óvirðingu

Stjórn Félags um verndun hálendis Austurlands harmar þá óvirðingu sem yfirvöld orku- og iðnaðarmála, ásamt nú- og fyrrverandi forsætisráðherra hafa sýnt þingi og þjóð. Það hafi þau gert með því að láta eins og meðferðin á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings hafi verið eðlileg og mönnum sæmandi. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Stjórn félagsins biður stjórnvöld þessa lands og Landsvirkjun að láta af þeim hroka og valdníðslu sem hingað til hafi einkennt meðferð þeirra á málefnum sem snerta Kárahnjúkavirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×