Innlent

Formlegt samstarf hafið

Háskólinn og Íslensk erfðagreining
Kári Stefánsson forstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Háskólinn og Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson forstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

Nemendum við Háskóla Íslands gefst í haust tækifæri til að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóla Íslands.

Námskeiðið er liður í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóla Íslands en viljayfirlýsing um frekara samstarf var undirritað fyrr í vikunni af Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands.

Kári sagði við undirritun yfirlýsingarinnar að hann væri þakklátur Háskóla Íslands fyrir að hafa sýnt vilja fyrir samstarfinu, en fram til þessa hafa háskólinn og ÍE átt í samstarfi á óformlegum grundvelli.

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir og kenningar á fræðasviðinu. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna aðferðir og úrvinnslu gagna úr viðamiklum gagnasöfnum við erfðarannsóknir á algengum og flóknum erfðasjúkdómum. Meðal annars verða til úrlausnar raunveruleg viðfangsefni úr erfðarannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×