Innlent

Tuttugu milljónir til Darfúr

Barn í Darfúr Rúmlega tvær milljónir manna eru heimilislausar í héraðinu.
Barn í Darfúr Rúmlega tvær milljónir manna eru heimilislausar í héraðinu.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tuttugu milljónum króna í neyðar- og mannúðaraðstoð í Darfúr-héraði í Súdan. Sex milljónir króna renna til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hjálparstarfs alþjóðasamtaka kirkna, ATC, í héraðinu og 200.000 bandaríkjadalir fara til neyðaraðstoðar á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðanna eru meira en tvær milljónir manna heimilislausar vegna ófriðar í landinu og fer ástandið versnandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×