Íslendingar gengu á "þaki heimsins" 6. september 2006 07:15 Hallgrímur Magnússon Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira