Segir andóf ekki liðið 6. september 2006 07:00 Falun Gong-liðar mótmæla Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum þegar Kínaforseti kom til landsins voru mjög umdeildar. Deilt hefur verið um hversu langt mótmælendur geta gengið í aðgerðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira