Innlent

Mörg fyrirtæki sögð sárvanta starfsfólk

Útvegar fólk Íslendingur útvegar starfsfólk frá pólskri vinnumiðlun. Hann fær ferilskrár sem vinnuveitendur geta skoðað og valið út frá. Mennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki beint.
Útvegar fólk Íslendingur útvegar starfsfólk frá pólskri vinnumiðlun. Hann fær ferilskrár sem vinnuveitendur geta skoðað og valið út frá. Mennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki beint.

Íslendingur stundar vinnumiðlun milli Íslands og Póllands. Íslendingurinn heitir Hallur Jónasson og er í vinnu hjá pólskri vinnumiðlun. Hann útvegar starfsfólk fyrir íslenska atvinnurekendur.

Von er á allt að fjórum til sjö Pólverjum hingað til lands á næstunni á vegum Halls en einn Pólverji hafnaði tilboði í tímabundið verkefni í sex til átta mánuði þó að launatilboðið væri vel yfir lágmarkslaunum.

Ofsalega mörg fyrirtæki eru í vandræðum með að fá starfsfólk, segir hann.

Hallur tekur 69.900 krónur fyrir að útvega starfsmann frá Póllandi. Hann fær upplýsingar um hvers konar fólk vantar og fær svo áhugaverðar ferilskrár að utan. Ef launa­maðurinn tekur tilboðinu hjálpar Hallur til við að fá kennitölu og sér um að gera ráðningarsamning og koma honum til Vinnumálastofnunar. Allt er þetta lögum samkvæmt.

Gert er ráð fyrir að atvinnurekandinn borgi flugfar starfsmannsins og sjái um að finna leiguhúsnæði. Starfsmaðurinn borgar hins vegar leiguna sjálfur.

Það er mikil forvitni og margir sem hringja í mig. Það er ofsalega mikið af fyrirtækjum sem eru í vandræðum því það vantar starfsfólk, segir Hallur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×