Innlent

Góðir liðsmenn í heimsliðinu

Við höfum verið að leggja áherslu á að framlag hvers og eins skiptir máli til að gera veröldina betri. Við erum öll hluti af heimsliðinu. Krakkarnir þekkja það flest að vera hluti af einhverju liði. Í Vináttuhlaupinu eru þau hluti af mannlega liðinu þar sem þau geta lagt sig fram við að nýtast liðsheildinni vel, segir Torfi Leósson, skipuleggjandi Vináttuhlaupsins á Íslandi.

Fimm hlauparar frá jafnmörgum löndum ætla að fara um öll 48 lönd Evrópu til að kynna Vináttuhlaupið með það að markmið að leyfa hverjum og einum að upplifa hið sammannlega á jákvæðan hátt. Hefur hópurinn haft vináttukyndilinn með í för og var farið með hann upp á Snæfellsjökul um síðustu helgi.

Torfi segir að hópurinn muni hitta krakka í Kópavogi í dag en í gær hlupu krakkar úr Austurbæjarskóla með fimmmenningunum í Ráðhús Reykjavíkur. Þar tók Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi á móti kyndlinum fyrir hönd borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×