Innlent

Tækifæri í verndun Reykjanesskaga

Frá Reykjanesi Sigmundur Einarsson jarðfræðingur (t.v.) og Roger Crofts.
Frá Reykjanesi Sigmundur Einarsson jarðfræðingur (t.v.) og Roger Crofts. Mynd/Landvernd

Roger Crofts, formaður sérfræðinefndar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN um friðun og verndarsvæði í Evrópu, kynnti sér hugmyndir Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang á Reykjanesskaga á dögunum. Roger Crofts hefur áður komið að verndunarmálum á Íslandi meðal annars í aðdraganda að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur mikil tækifæri felast í friðun Reykjanesskagans.

Roger Crofts segir að í ljósi þess að Reykjanesskaginn hafi jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu séu góð tækifæri fyrir hugmyndir um verndun og nýtingu þessa svæðis eins og Landvernd hefur sett fram. Á skaganum eru margar gerðir eldfjalla og fjöldinn allur af áhugaverðum jarðmyndunum, til dæmis hellum, gígaröðum og hrauntröðum auk móbergshryggja sem setja svip sinn á svæðið. Hann segir jafnframt að í eldfjallagarðinum þurfi að vera svigrúm fyrir allar gerðir ferðamanna; þjónustusinnaðra ferðamanna, sem sækjast eftir stöðum eins og Bláa lóninu, sem og ferðamanna sem kjósa að ferðast um í lítt snortinni náttúru og vilja upplifa eldfjöllin í sinni náttúrulegu mynd.

Roger hefur starfað sem framkvæmdastjóri Skoska náttúruverndarráðsins (Scottish Natural Heritage) og var varaforseti IUCN og formaður sérfræðinefndar þeirra samtaka um friðun og verndarsvæði í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×