Innlent

Efling atvinnulífs mikilvæg

Atlavík Ein af náttúruperlum Austurlands en náttúra á svæðinu var eitt af umræðuefnum þingsins.
Atlavík Ein af náttúruperlum Austurlands en náttúra á svæðinu var eitt af umræðuefnum þingsins.

Mikilvægt er að sú umræða sem verið hefur um Austurland undanfarin ár nýtist til jákvæðrar kynningar á landshlutanum og hjálpi til við að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- og félagslíf. Þetta var eitt af því sem fram kom á byggðaþingi undir yfirskriftinni Lífið eftir virkjun sem haldið var á Hallormsstað um helgina.

Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, segir að um sjötíu manns hafi verið skráðir á byggðaþingið þar sem fólk alls staðar af landinu hélt fyrirlestra. "Á þinginu var þátttakendum skipt í umræðuhópa þar sem meðal annars var fjallað um atvinnuvegi, náttúru, þjónustugreinar og nýsköpun á svæðinu.

Niðurstöður umræðnanna voru meðal annars þær að hlúa þurfi að aukinni menntun í fjórðungum til dæmis með eflingu fjarkennslu. Þá er mikilvægt að efla atvinnulíf og að ný atvinnutækifæri skapist fyrir þá sem nú starfa við tímabundnar framkvæmdir."

Þórarinn segir mikilvægt að gera sem minnst úr lægðinni sem búast má við í lok virkjanaframkvæmda og búa þannig um hnútana að áframhaldandi uppgangur verði í fjórðungnum.

Þórarinn segir mikilvægt að hugmyndir hins almenna borgara um framtíð fjórðungsins séu ekki slegnar út af borðinu heldur teknar með í umræðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×