Innlent

20 milljónir frá íslenska ríkinu

Íslensk stjórnvöld munu veita sem svarar tuttugu milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr-héraði í Súdan, samkvæmt ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra.

Af fjárhæðinni fer annars vegar sex milljóna króna styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hjálparstarfs alþjóðasamtaka kirkna í Darfúr. Hins vegar rennur tæplega fjórtán milljóna króna styrkur til neyðaraðstoðar í Darfúr á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×