Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag 28. ágúst 2006 11:30 sigurmarkið Barry Smith fagnar hér marki sínu í Árbænum. MYND/Anton Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“ Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira
Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“
Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira