Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni 27. ágúst 2006 08:00 Valgerður Sverrisdóttir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira