Þétt og bætt? 23. ágúst 2006 06:00 „Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið." Þegar Geir mælti þessi orð í samtali við Fréttablaðið á föstudaginn var stóð hann báðum fótum yfir þeim sprungusveimi sem liggur undir öllum stíflustæðum við Kárahnjúka og reynt hefur verið að undanförnu að þétta með ýmsum ráðum, svo sem að troða í þær hefilspónum, steypuglundri og steinull og guð má vita hverju öðru en litháískum hrossaskít. Má segja að hann hafi valið sér táknrænan stað fyrir stórpólitíska yfirlýsingu um framtíð stjórnarsamstarfsins fram að næstu kosningum og framyfir þær. Þungu fargi er líka létt af Mogganum í leiðara á mánudaginn undir yfirskriftinni Stórpólitíkin. Þar segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi að undanförnu haft miklar væntingar um að þáttaskil yrðu í næstu þingkosningum, sem byggðust á áframhaldandi fylgishruni Framsóknarflokksins. Að skoðun leiðarahöfundar fólust þessar væntingar í því að hver stjórnarandstöðuflokkanna vonaðist eftir að verða í þeirri stöðu að geta leyst Framsókn af hólmi sem hækja íhaldsins. „Augljóst hefur verið", segir hann, „að einhver hluti Samfylkingarinnar hefur haft áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hugmyndum um samstarf við Sjálfstæðisflokk hefur aukist fylgi innan vinstri grænna og Frjálslyndi flokkurinn sýndi að loknum borgarstjórnarkosningum augljósan áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn og þess vegna ekki ástæða til að ætla annað en að það sama gæti komið upp að loknum þingkosningum." Það er þannig skoðun leiðarahöfundar að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhvers konar pólitísk eilífðarvél, sem ævinlega muni fara með stjórn landsins. Hlutverk annarra stjórnmálaflokka er það eitt að þreyja á bekknum og bíða þess að formaður Sjálfstæðisflokksins bjóði þeim upp í dans og í öllum flokkunum séu sterk öfl sem bíði þess arna með ærinni óþreyju. En „hið ótrúlega hefur gerst", segir Moggi, „að Framsóknarflokknum tókst á flokksþingi sínu fyrir helgi að styrkja stöðu sína mjög." Því sýnist „nokkuð ljóst, að stjórnarflokkarnir geti búizt við nokkuð góðum úrslitum í þingkosningunum, ef ekkert óvænt kemur upp". Og hann heldur áfram: „Sú staðreynd ein út af fyrir sig mun draga máttinn úr stjórnarandstöðuflokkunum. Um leið og þeir sjá að brautin verður ekki jafnbein og greið til valda og þeir hafa kannski talið sér trú um undanfarnar vikur verður baráttukrafturinn minni." En er nú víst að þessi draumastaða Moggans gangi eftir? Ekki er að efa að sú greining Moggans sé rétt að í öllum stjórnarandstöðuflokkunum sé að finna einhver öfl, sem eru svo lítilþæg, að telja baráttu flokka sinna snúast um það eitt að fá að deila völdum með Sjálfstæðisflokknum. En nú er ljóst að sú leið er lokuð. Eftir flokksþing Framsóknarflokksins ætti að liggja í augum uppi að núverandi stjórnarflokkar ætla að halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar og hinn venjulega blekkingaleik í aðdraganda þeirra um að þeir „gangi óbundnir til kosninga". Í stað þess að sú staða verði til „að draga máttinn úr stjórnarandstöðuflokkunum" ætti þeim að vera ljóst, að þeir eiga ekki annars úrkosta en að þjappa sér saman og lýsa yfir fyrirfram að þeir gangi til kosninga með það fyrir augum að leysa núverandi stjórnarflokka, báða, af hólmi fái þeir til þess styrk meirihluta kjósenda. Það mundi auka tiltrú þeirra ef þeir gætu sýnt ákveðna samstöðu í málflutningi á þingi í vetur og sýnt kjósendum fram á að þeir séu ekki eingöngu samstiga um að vera á móti, heldur geti með jákvæðum og uppbyggilegum hætti staðið saman að stjórn landsins. Vilmundi heitnum Gylfasyni var það brennandi kappsmál að kjósendur gætu kosið stjórn landsins beinni kosningu. Í því augnamiði lagði hann fram ákveðnar hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar og algeran aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Stjórnarskrárbreytingar eru þungar í vöfum og taka langan tíma, þótt samstaða náist um þær. Nú eru hins vegar komnar upp þær sögulegu aðstæður, að í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveldisins er hægt að gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn, án nokkurra breytinga á stjórnskipan landsins. Vilja þeir áframhaldandi stjórnarsetu núverandi samvöxnu tvíburaflokka eftir samfleyttan 12 og 16 ára valdaferil, eða fá þeir færi á að fela samhentri stjórnarandstöðu völdin með málefnalegu umboði til næsta kjörtímabils? Leiðarahöfundur Mogga, telur að kjósendur muni „ekki þora að taka þá áhættu að fela öðrum flokkum landsstjórnina". Það er sögulegt tækifæri núverandi stjórnarandstöðu að láta á það reyna. Annars snúast kosningarnar um harla lítið eða ekki neitt, að venju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
„Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið." Þegar Geir mælti þessi orð í samtali við Fréttablaðið á föstudaginn var stóð hann báðum fótum yfir þeim sprungusveimi sem liggur undir öllum stíflustæðum við Kárahnjúka og reynt hefur verið að undanförnu að þétta með ýmsum ráðum, svo sem að troða í þær hefilspónum, steypuglundri og steinull og guð má vita hverju öðru en litháískum hrossaskít. Má segja að hann hafi valið sér táknrænan stað fyrir stórpólitíska yfirlýsingu um framtíð stjórnarsamstarfsins fram að næstu kosningum og framyfir þær. Þungu fargi er líka létt af Mogganum í leiðara á mánudaginn undir yfirskriftinni Stórpólitíkin. Þar segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi að undanförnu haft miklar væntingar um að þáttaskil yrðu í næstu þingkosningum, sem byggðust á áframhaldandi fylgishruni Framsóknarflokksins. Að skoðun leiðarahöfundar fólust þessar væntingar í því að hver stjórnarandstöðuflokkanna vonaðist eftir að verða í þeirri stöðu að geta leyst Framsókn af hólmi sem hækja íhaldsins. „Augljóst hefur verið", segir hann, „að einhver hluti Samfylkingarinnar hefur haft áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hugmyndum um samstarf við Sjálfstæðisflokk hefur aukist fylgi innan vinstri grænna og Frjálslyndi flokkurinn sýndi að loknum borgarstjórnarkosningum augljósan áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn og þess vegna ekki ástæða til að ætla annað en að það sama gæti komið upp að loknum þingkosningum." Það er þannig skoðun leiðarahöfundar að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhvers konar pólitísk eilífðarvél, sem ævinlega muni fara með stjórn landsins. Hlutverk annarra stjórnmálaflokka er það eitt að þreyja á bekknum og bíða þess að formaður Sjálfstæðisflokksins bjóði þeim upp í dans og í öllum flokkunum séu sterk öfl sem bíði þess arna með ærinni óþreyju. En „hið ótrúlega hefur gerst", segir Moggi, „að Framsóknarflokknum tókst á flokksþingi sínu fyrir helgi að styrkja stöðu sína mjög." Því sýnist „nokkuð ljóst, að stjórnarflokkarnir geti búizt við nokkuð góðum úrslitum í þingkosningunum, ef ekkert óvænt kemur upp". Og hann heldur áfram: „Sú staðreynd ein út af fyrir sig mun draga máttinn úr stjórnarandstöðuflokkunum. Um leið og þeir sjá að brautin verður ekki jafnbein og greið til valda og þeir hafa kannski talið sér trú um undanfarnar vikur verður baráttukrafturinn minni." En er nú víst að þessi draumastaða Moggans gangi eftir? Ekki er að efa að sú greining Moggans sé rétt að í öllum stjórnarandstöðuflokkunum sé að finna einhver öfl, sem eru svo lítilþæg, að telja baráttu flokka sinna snúast um það eitt að fá að deila völdum með Sjálfstæðisflokknum. En nú er ljóst að sú leið er lokuð. Eftir flokksþing Framsóknarflokksins ætti að liggja í augum uppi að núverandi stjórnarflokkar ætla að halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar og hinn venjulega blekkingaleik í aðdraganda þeirra um að þeir „gangi óbundnir til kosninga". Í stað þess að sú staða verði til „að draga máttinn úr stjórnarandstöðuflokkunum" ætti þeim að vera ljóst, að þeir eiga ekki annars úrkosta en að þjappa sér saman og lýsa yfir fyrirfram að þeir gangi til kosninga með það fyrir augum að leysa núverandi stjórnarflokka, báða, af hólmi fái þeir til þess styrk meirihluta kjósenda. Það mundi auka tiltrú þeirra ef þeir gætu sýnt ákveðna samstöðu í málflutningi á þingi í vetur og sýnt kjósendum fram á að þeir séu ekki eingöngu samstiga um að vera á móti, heldur geti með jákvæðum og uppbyggilegum hætti staðið saman að stjórn landsins. Vilmundi heitnum Gylfasyni var það brennandi kappsmál að kjósendur gætu kosið stjórn landsins beinni kosningu. Í því augnamiði lagði hann fram ákveðnar hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar og algeran aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Stjórnarskrárbreytingar eru þungar í vöfum og taka langan tíma, þótt samstaða náist um þær. Nú eru hins vegar komnar upp þær sögulegu aðstæður, að í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveldisins er hægt að gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn, án nokkurra breytinga á stjórnskipan landsins. Vilja þeir áframhaldandi stjórnarsetu núverandi samvöxnu tvíburaflokka eftir samfleyttan 12 og 16 ára valdaferil, eða fá þeir færi á að fela samhentri stjórnarandstöðu völdin með málefnalegu umboði til næsta kjörtímabils? Leiðarahöfundur Mogga, telur að kjósendur muni „ekki þora að taka þá áhættu að fela öðrum flokkum landsstjórnina". Það er sögulegt tækifæri núverandi stjórnarandstöðu að láta á það reyna. Annars snúast kosningarnar um harla lítið eða ekki neitt, að venju.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun