Skáldaskagi 21. ágúst 2006 00:01 Tröllaskagi heitir skaginn á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Ég var á róli þar í kring þegar það rann upp fyrir mér að þessi tígulegi landshluti hefur fóstrað ótrúlega mörg skáld. Og það engin smáskáld. Í kjölfarið kom mér hug eilítill ferðatúr sem ferðaþjónustumenn norðan heiða gætu komið á laggir: Skáldaskagi-hringferð í ljóðum. Á ensku: The Pen-Insula-A Poetical Journey. Ferðin umhverfis Tröllaskaga er dagsferð og hefst að sjálfsögðu á Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Hér stíga álfar út úr hólum og fara með frægar línur. Smávinir fagrir, foldarskart... Fífilbrekka, gróin grund... Neðar í dalnum eru Steinsstaðir, hvar Jónas bjó í bernsku. Þar birtist okkur drenghnokki innan úr bæ, klæddur í buxur, vesti, brók og skó. Næst er áð á Bægisá. Tinda fjalla ég sé alla undir snjá, orti Jón á Bægisá til Bjarna Thorarensen, amtmanns á Mörðuvöllum, kvæði sem Jónas orti reyndar upp síðar. Bjarni orti til Jóns: Heill sértu mikli / Milton íslenskra! Jónas orti að Bjarna látnum: Skjótt hefur sól brugðið sumri... Hér er skáldaþing! Við færum okkur niður í Hörgárdal. Á Ásgerðarstöðum (nú í eyði) fæddist árið 1785, Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa, sem orti frægustu hendingar Íslandssögunnar, okkar fegurstu tjáningu á ástarsorg. Þar sem ferðagestir standa á yfirgrónu bæjarhlaði kemur leikari ríðandi í hlutverki elskhugans frá Möðruvöllum og syngur hágrátandi vísurnar sem ortar voru um og til hans: Augun mín og augun þín, / ó þá fögru steina. / Mitt er þitt og þitt er mitt. / Þú veist hvað ég meina. Síðan birtist roskin Rósa undan steini og fer með snilldina sem til varð er þau hittust löngu síðar: Man ég okkar fyrri fund, / forn þó ástin réni. / Nú er eins og hundur hund / hitti á tófugreni. Á Möðruvöllum sat Bjarni sem fyrr er getið. Eldgamla Ísafold, / ástkæra fósturmold, / Fjallkonan fríð! Hér fæddist líka hinn fyrrum heimsfrægi Jón Sveinsson, Nonni. Sem og Hannes nokkur Hafstein, stórskáld og ráðherra; sá maður sem komist hefur næst því að yrkja eins og Jónas: Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla / lék í ljósi sólar / lærði hörpu að stilla / hann sem kveða kunni / kvæðin ljúfu, þýðu... Fyrstu tvær línurnar eru eftir JH. Leiðin liggur út með Eyjafirði, að Fagraskógi. Hér kom í heiminn frægasta skáld tuttugustu aldar. Davíð Stefánsson sló snemma í gegn en varð jafn snemma hallærislegur talinn og dæmdur úr leik af Reykjavíkurelítunni. Víst er Davíð alltaf ögn sveitó á sinn sér-norðlenska hátt en hann er líka stór í sér og senn verður tímabært að endurreisa þetta skáld sem á margar af okkar liprustu línum. Hér þarf því mikla dagskrá. Tenór stendur úti á tröppum og tekur gestum fagnandi: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Inni í bæ situr Konan sem kyndir ofninn minn. Í lundinum stendur ljóska: Þinn líkami er fagur / sem laufguð björk / en sálin er ægileg / eyðimörk. Og niðrí fjöru heill karlakór sem kyrjar út fjörðinn: Sjá dagar koma og Brennið þið vitar. Ekkert skáld er meira sungið en Davíð. Og fá skáld eru vinsælli en það sem rekur ættir til Tjarnar í Svarfaðardal. Í hlíðinni ofan við bæinn situr Þórarinn Eldjárn í haglega ortum bústað sínum og mælir af munni fram fyrir rímþyrsta farþega: Skyldi nú ekki vera vit / að vistast hér í bili / við hrossagauksins þýða þyt / og þennan bláa og græna lit / og róa á réttum kili. Þá er haldið í gegnum Dalvík og Ólafsfjarðargöng, um kaupstaðinn og yfir Lágheiði. Lögun hennar veldur því að á korti er hringvegurinn um Tröllaskaga hjartalaga: Þar er plakatið fyrir túrinn komið. (Því verður Lágheiðin áfram farin í þessum ferðum, jafnvel eftir opnun Héðinsfjarðarganga.) Þegar komið er niður í Fljótin er farið hjá eyðibýlinu Lundi sem sagnamaskínan Guðrún er kennd við. Síðan ber fátt við skáldasögu þar til ekið er að bænum Gröf á Höfðaströnd. Úr henni skreið sálmaskáld í heiminn. Upp, upp, mín sál / og allt mitt geð. Það er ögn drungaleg stemning yfir elsta guðshúsi landsins sem hér stendur og kannski við hæfi. Skagfirski tónninn á skáldhörpunni er ögn dimmari en sá eyfirski. Allt eins og blómstrið eina / upp vex á sléttri grund... Hér gefur að líta grund Hallgríms Péturssonar. Nú liggur leiðin aftur inn á þjóðveg eitt. Dagsferðin endar innst í Blönduhlíð, við bæinn Bólu sem Hjálmar er kenndur við, þó fæddur sé annarstaðar. Hann slær botninn í Skáldaskaga: Víða til þess vott ég fann, / þó venjist oftar hinu, / að guð á margan gimstein þann / sem glóir í mannsorpinu. Fáir landshlutar luma á fleiri gimsteinum en The Pen-Insula. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Tröllaskagi heitir skaginn á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Ég var á róli þar í kring þegar það rann upp fyrir mér að þessi tígulegi landshluti hefur fóstrað ótrúlega mörg skáld. Og það engin smáskáld. Í kjölfarið kom mér hug eilítill ferðatúr sem ferðaþjónustumenn norðan heiða gætu komið á laggir: Skáldaskagi-hringferð í ljóðum. Á ensku: The Pen-Insula-A Poetical Journey. Ferðin umhverfis Tröllaskaga er dagsferð og hefst að sjálfsögðu á Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Hér stíga álfar út úr hólum og fara með frægar línur. Smávinir fagrir, foldarskart... Fífilbrekka, gróin grund... Neðar í dalnum eru Steinsstaðir, hvar Jónas bjó í bernsku. Þar birtist okkur drenghnokki innan úr bæ, klæddur í buxur, vesti, brók og skó. Næst er áð á Bægisá. Tinda fjalla ég sé alla undir snjá, orti Jón á Bægisá til Bjarna Thorarensen, amtmanns á Mörðuvöllum, kvæði sem Jónas orti reyndar upp síðar. Bjarni orti til Jóns: Heill sértu mikli / Milton íslenskra! Jónas orti að Bjarna látnum: Skjótt hefur sól brugðið sumri... Hér er skáldaþing! Við færum okkur niður í Hörgárdal. Á Ásgerðarstöðum (nú í eyði) fæddist árið 1785, Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa, sem orti frægustu hendingar Íslandssögunnar, okkar fegurstu tjáningu á ástarsorg. Þar sem ferðagestir standa á yfirgrónu bæjarhlaði kemur leikari ríðandi í hlutverki elskhugans frá Möðruvöllum og syngur hágrátandi vísurnar sem ortar voru um og til hans: Augun mín og augun þín, / ó þá fögru steina. / Mitt er þitt og þitt er mitt. / Þú veist hvað ég meina. Síðan birtist roskin Rósa undan steini og fer með snilldina sem til varð er þau hittust löngu síðar: Man ég okkar fyrri fund, / forn þó ástin réni. / Nú er eins og hundur hund / hitti á tófugreni. Á Möðruvöllum sat Bjarni sem fyrr er getið. Eldgamla Ísafold, / ástkæra fósturmold, / Fjallkonan fríð! Hér fæddist líka hinn fyrrum heimsfrægi Jón Sveinsson, Nonni. Sem og Hannes nokkur Hafstein, stórskáld og ráðherra; sá maður sem komist hefur næst því að yrkja eins og Jónas: Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla / lék í ljósi sólar / lærði hörpu að stilla / hann sem kveða kunni / kvæðin ljúfu, þýðu... Fyrstu tvær línurnar eru eftir JH. Leiðin liggur út með Eyjafirði, að Fagraskógi. Hér kom í heiminn frægasta skáld tuttugustu aldar. Davíð Stefánsson sló snemma í gegn en varð jafn snemma hallærislegur talinn og dæmdur úr leik af Reykjavíkurelítunni. Víst er Davíð alltaf ögn sveitó á sinn sér-norðlenska hátt en hann er líka stór í sér og senn verður tímabært að endurreisa þetta skáld sem á margar af okkar liprustu línum. Hér þarf því mikla dagskrá. Tenór stendur úti á tröppum og tekur gestum fagnandi: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Inni í bæ situr Konan sem kyndir ofninn minn. Í lundinum stendur ljóska: Þinn líkami er fagur / sem laufguð björk / en sálin er ægileg / eyðimörk. Og niðrí fjöru heill karlakór sem kyrjar út fjörðinn: Sjá dagar koma og Brennið þið vitar. Ekkert skáld er meira sungið en Davíð. Og fá skáld eru vinsælli en það sem rekur ættir til Tjarnar í Svarfaðardal. Í hlíðinni ofan við bæinn situr Þórarinn Eldjárn í haglega ortum bústað sínum og mælir af munni fram fyrir rímþyrsta farþega: Skyldi nú ekki vera vit / að vistast hér í bili / við hrossagauksins þýða þyt / og þennan bláa og græna lit / og róa á réttum kili. Þá er haldið í gegnum Dalvík og Ólafsfjarðargöng, um kaupstaðinn og yfir Lágheiði. Lögun hennar veldur því að á korti er hringvegurinn um Tröllaskaga hjartalaga: Þar er plakatið fyrir túrinn komið. (Því verður Lágheiðin áfram farin í þessum ferðum, jafnvel eftir opnun Héðinsfjarðarganga.) Þegar komið er niður í Fljótin er farið hjá eyðibýlinu Lundi sem sagnamaskínan Guðrún er kennd við. Síðan ber fátt við skáldasögu þar til ekið er að bænum Gröf á Höfðaströnd. Úr henni skreið sálmaskáld í heiminn. Upp, upp, mín sál / og allt mitt geð. Það er ögn drungaleg stemning yfir elsta guðshúsi landsins sem hér stendur og kannski við hæfi. Skagfirski tónninn á skáldhörpunni er ögn dimmari en sá eyfirski. Allt eins og blómstrið eina / upp vex á sléttri grund... Hér gefur að líta grund Hallgríms Péturssonar. Nú liggur leiðin aftur inn á þjóðveg eitt. Dagsferðin endar innst í Blönduhlíð, við bæinn Bólu sem Hjálmar er kenndur við, þó fæddur sé annarstaðar. Hann slær botninn í Skáldaskaga: Víða til þess vott ég fann, / þó venjist oftar hinu, / að guð á margan gimstein þann / sem glóir í mannsorpinu. Fáir landshlutar luma á fleiri gimsteinum en The Pen-Insula.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun