Innlent

Fleiri kennarar með réttindi

Kennurum með kennsluréttindi fjölgaði úr 82 prósentum í 87 prósent á árunum 1998-2005, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Í vikunni var skýrsla um menntamál Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gerð opinber en þar kom fram að fjölgun starfsliðs í grunnskólum hefði svo til eingöngu verið meðal þeirra sem ekki vinna við kennslu, svo sem stuðningsfulltrúa, sálfræðinga og námsráðgjafa.

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu fækkaði nemendum á hvern kennara úr 11,4 árið 1998 í 9,8 árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×