Innlent

Skiptibókamarkaðir að opna

notaðar bækur Bráðlega fara ungmenni að streyma á skiptibókamarkaði til að birgja sig upp fyrir veturinn.
notaðar bækur Bráðlega fara ungmenni að streyma á skiptibókamarkaði til að birgja sig upp fyrir veturinn.

Skólabókamarkaðir hafa víða verið opnaðir nú þegar og verslanir eru farnar að taka við notuðum bókum á skiptimarkaði. Kennsla í grunnskólum landsins hefst á flestum stöðum 21. ágúst næstkomandi, en það er svipaður tími og undanfarin ár, að sögn fulltrúa menntaráðs Reykjavíkur. Kennsla í flestum framhaldsskólum hefst í sömu viku, en þó í stöku skólum öllu síðar.

Að sögn starfsmanns Skólavöruverslunarinnar eru skólabókamarkaðirnir ekki komnir á fullt skrið enn sem komið er. Búist er við því að börnum og ungmennum í verslunarleiðangrum fyrir skólann taki að fjölga mikið strax um helgina og haldi áfram allt fram að byrjun kennslu.

Árgangurinn sem hefur nám í framhaldsskólum í ár er sá stærsti í áraraðir, en hann telur rúmlega 4.800 manns, miðað við um 4.300 að meðaltali undanfarin fimm ár. Um hundrað fleiri nemendur eru í árgangnum í ár en voru fyrir tveimur árum þegar erfiðlega gekk að finna öllum skólavist sem um það sóttu.

Sex ára árgangurinn í ár er í meðallagi, telur rúmlega 4.300 börn, sem er mjög nærri meðaltali undanfarinna fimm ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×