Innlent

Ók á 153 kílómetra hraða

Erlendur ökumaður mældist á 153 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi rétt austan við Hellu í gær.

Síðar í gær mældist annar erlendur ferðalangur á 127 kílómetra hraða á bílaleigubíl í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þriðji erlendi ferðalangurinn lét ekki bíða lengi eftir sér, því undir kvöld var hann stöðvaður á 114 kílómetra hraða á bílaleigubíl með fimm farþega innanborðs.

„Þessi hraði er út í bláinn,“ segir Sveinn K. Rúnarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Það er ekki óalgengt að við séum að taka um sjö erlenda ferðamenn á viku sem aka á 120 til 130 kílómetra hraða.“

Sveinn brýnir fyrir forsvarsmönnum bílaleiga að kynna fyrir útlendum ökumönnum hraðatakmarkanir á þjóðvegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×