Innlent

Stangveiði á Húna II

Húni II, bátur, skip, bryggja
Húni II, bátur, skip, bryggja

 Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögusiglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunar­mannahelgina.

Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnsins á Akureyri, verður leiðsögumaður um borð og þar verður rifjuð upp saga bæjar­félagsins.

Veiðistangir eru um borð og hægt að renna fyrir fisk. Siglingin er ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×