Innlent

Óþarfa afskipti af ferðafólki

Mótmælendur við Kárahnjúka
Samkvæmt formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands fara mótmælin á Kárahnjúkum fram með friðsamlegum hætti.
Mótmælendur við Kárahnjúka Samkvæmt formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands fara mótmælin á Kárahnjúkum fram með friðsamlegum hætti.

Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum og öðru ferðafólki á Kárahnjúkum. Samtökin segja að í lýðræðis­þjóðfélagi hafi fólk rétt á því að mótmæla með friðsamlegum hætti og eigi yfirvöld að sýna mótmælendum fulla virðingu. Lögreglan hefur ítrekað stöðvað ferðir fólks á svæðinu og leitað í bílum þess.

„Lögreglan hefur gengið mjög harkalega að mótmælendum og skiptir sér af saklausu ferðafólki á svæðinu í kringum Kárahnjúka. Þetta er algjörlega óviðunandi framkoma,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, og bætir því við að aðgerðir mótmælenda á svæðinu séu með friðsamlegum hætti. Árni segist skynja ákveðna taugaveiklun hjá lögreglunni og að mannleg samskipti séu ekki með besta móti.

Þeir sem hafa lagt leið sína til Kárahnjúka undanfarnar vikur hafa orðið varir við aukin afskipti lögreglu. Hefur verið nokkuð fjallað um það í fjölmiðlum og finnst mörgum nóg um. Lögreglan heldur því hins vegar fram að hún sé að gæta laga og reglna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×