Innlent

Ráðherra leyfi litað bensín

Hugi og Albert frá Atlantsolíu Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, heldur á flösku af lituðu bensíni.
Hugi og Albert frá Atlantsolíu Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, heldur á flösku af lituðu bensíni. MYND/Stefán

Forráðamenn Atlants­olíu afhentu í gær Árna Mathiesen fjármálaráðherra áskorun þess efnis að heimilt verði að selja litað bensín á bensínstöðvum. Telja þeir þetta réttlætismál, sem gæti þýtt mikla kjarabót fyrir þá sem nota bensínknúin tæki sem ekki aka á vegakerfi landsins.

Á Íslandi má nú fá bæði litaða og ólitaða dísilolíu, en munurinn er sá að á þá lituðu er ekki lagt svokallað olíugjald, sem ráðstafað er til viðhalds á vegakerfinu. Því er ekki leyfilegt að nota litaða dísilolíu á ökutæki sem aka á vegum. Sama kerfi yrði þá fyrir bensínknúin tæki sem ætluð eru til utanvegaaksturs eða siglinga, til dæmis skemmtibáta, sláttuvélar og snjósleða. Á þessar vélar mætti setja litað bensín, sem yrði þá undanþegið bensíngjaldi, sem ríkið notar í rekstur vegakerfisins. Litað bensín mundi kosta 90 krónur í dag, mun ódýrara en það ólitaða sem kostar 131,50 krónur.

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir lítið vera um notkun bensíns á önnur tæki en bifreiðar og hætta sé á því að fólk myndi stelast til að nota litað bensín á bíla sína.

„Ég nota nú sláttuvél og það litla sem ég borga í bensíngjald dugir varla til að réttlæta svona kerfi. Þarna eru smávægilegir hagsmunir í húfi,“ segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×