Innlent

Sendi inn erindi um litað bensín

Ólafur Tryggvason skemmtibátaeigandi sendi í maí erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann fór þess á leit að skoðað yrði af hverju sala á lituðu bensíni er ekki leyfð. Hann taldi ekki viðunandi að tveir eigendur báta, annar með bensínvél, en hinn með dísilvél, stæðu ekki jafnfætis hvað varðar eldsneytisgjöld.

Umboðsmaður Alþingis svaraði að það væri ekki í verkahring hans að taka afstöðu til hvernig til hefur tekist um lagasetningu. Hins vegar benti hann Ólafi á að prófa málið fyrir dómstólum. „Ég ætla ekki að eyða stórfé í einhvern málarekstur,“ sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×