Innlent

Tíu þúsund gestir mættir

Tæplega tíu þúsund manns voru saman komnir við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti og sagði mótið bera vott um hið góða starf sem ungmennafélögin vinna.

Mikill hiti var á Laugum í gær og gripu ýmsir til þess ráðs að kæla sig með sundspretti í Reykjadalsá.

Arnór Benónýsson, formaður HSÞ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að landsmótið á Laugum væri stærsta frjálsíþróttamót Íslandssögunnar, en keppendur á landsmótinu telja á annað þúsund.

"Æskan hefur aldrei verið glæsilegri og það er gaman að sjá ungmennafélagsandann sigra vínandann með þvílíkum glæsibrag," sagði Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×