Innlent

Segjast ekki safna heldur selja

dómsmálaráðuneytið Fréttablaðinu barst ábending frá konu sem samþykkti að leggja söfnuninni lið, en greiðsluseðill hafi verið upp á tvöfalt hærri upphæð. Hún hafi engar upplýsingar fundið um félagið né náð sambandi við nokkurn á vegum þess.
dómsmálaráðuneytið Fréttablaðinu barst ábending frá konu sem samþykkti að leggja söfnuninni lið, en greiðsluseðill hafi verið upp á tvöfalt hærri upphæð. Hún hafi engar upplýsingar fundið um félagið né náð sambandi við nokkurn á vegum þess.

Fjársöfnunarfélagið Fátæk börn á Íslandi fer ekki eftir lögum og reglum um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu barst ábending vegna söfnunar þessa félags í seinustu viku.

Einnig hafði kona samband við Fréttablaðið sem samþykkti að greiða 1.500 krónur til félagsins. Greiðsluseðill sem henni barst tveimur dögum seinna hljóðaði síðan upp á 3.000 krónur. Hún segist hafa átt mjög erfitt með að finna upplýsingar um félagið og engu sambandi náð við forsvarsmann þess.

Lög um opinberar fjársafnanir kveða meðal annars á um að viðkomandi félag skuli tilkynna lögreglustjóra um fjársöfnunina áður en hún hefst. Einnig þarf nákvæmt reikningshald að vera haldið yfir söfnunarfé og öll útgjöld við fjársöfnunina.

Jón Egill Unndórsson, einn forsvarsmanna félagsins Fátæk börn á Íslandi, segir rétt að enginn endurskoðandi fari yfir bókhald þeirra, en telur félagið undanþegið reglum um fjársafnanir. „Þeir sem gefa félaginu pening fá sendan penna sem þakklætisvott. Það eru skiptar skoðanir um hvort þetta sé fjársöfnun eða hvort þetta sé sala,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×