Fyrstu skrefin lofa góðu 4. ágúst 2006 13:00 í toppsætinu í svíþjóð Gunnar Þór er hér að skella sér í tæklingu í deildarleik gegn Djurgården í sænsku deildinni fyrr í sumar. MYND/nordicphotos/AFP Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál." Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál."
Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira