Fyrstu skrefin lofa góðu 4. ágúst 2006 13:00 í toppsætinu í svíþjóð Gunnar Þór er hér að skella sér í tæklingu í deildarleik gegn Djurgården í sænsku deildinni fyrr í sumar. MYND/nordicphotos/AFP Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál." Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál."
Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira