Innlent

Ný brú skapar aukið öryggi

nýja brúin Brúnni er ætlað að vera fær gangandi mönnum, vélsleðum og jafnvel hestum ef varlega er farið.
nýja brúin Brúnni er ætlað að vera fær gangandi mönnum, vélsleðum og jafnvel hestum ef varlega er farið. mynd/sigurður bogi sævarsson

Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins.

Steingrímur J. Sigfússon al­þingismaður fór þessa leið í fyrrasumar og sagði brúarleysið hafa bætt fjórum til sex tímum við ferðina. „Ég skrifaði um það í gestabókina við Hagavatn að það hefði gert okkur daginn talsvert erfiðari að hafa ekki brú á þessum stað. Það er mjög erfið gönguleið þarna þegar það þarf að krækja fyrir Hagavatn og ganga upp á Hagafellsjökul en nú er hægt að fara beina leið yfir Farið með tilkomu brúarinnar.“

Steingrímur segir spennandi að fara hina leiðina fyrir þá sem vilja leggja það á sig en þægindi og öryggi fylgi því að hafa þessa brú. „Þarna verður til mjög skemmtileg gönguleið þar sem til dæmis er hægt að fara að Bláfellshálsi, ganga með Jarlhettunum, koma við hjá Hagavatni, fara svo yfir Farið og áfram.“

Ferðafélag Íslands hefur látið byggja þrjár brýr á Farið, tvær uppi við útfall vatnsins og aðra á klöppunum neðan útfallsins. Nýja brúin er enn neðar og í beinni leið frá skálanum að Mosaskarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×