Innlent

Vistvænir bílar í ráðhúsinu

kia picanto Átta slíkir eru nú í notkun í ráðhúsinu.
kia picanto Átta slíkir eru nú í notkun í ráðhúsinu.

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók nýlega á leigu átta Kia Picanto bifreiðar sem allar eru knúnar dísileldsneyti og teljast sparneytnar. Ástæða þess er sú að umhverfissvið vill vera til fyrirmyndar í vistvænum rekstri, að sögn Ellýar Katrínar Guðmundsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ákveðið var að notast við skilgreiningu sænsku vegagerðarinnar á visthæfum bílum og leigja bíla sem fullnægðu þeim kröfum. Í fyrravetur voru keypt reiðhjól fyrir starfsmenn umhverfissviðs en í lengri ferðir þarf að fara á bílum og til að hafa sem minnst áhrif á umhverfið voru sparneytnir bílar valdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×