Innlent

Krónan er örgjaldmiðill

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
„Út frá sjónarmiðum Össurar er ekki nokkur spurning að taka ætti upp evruna hér á landi,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

Jón segir mikil óþægindi fylgja því fyrir félög að vera skráð í gjaldmiðli sem nánast hvergi er viðurkenndur. „Það er nánast hvergi hægt að kaupa íslenskar krónur nema í íslenskum bönkum. Krónan er örgjaldmiðill og sveiflast þess vegna mun meira en aðrir. Það er mjög neikvætt.“

Hann segist telja krónuna einn þeirra þátta sem fái stór fyrirtæki til að íhuga alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. „Á Íslandi eru fyrirtæki sem eru algerlega háð erlendum mörkuðum. Þessi fyrirtæki hljóta að spyrja sig hvort Ísland sé rétta landið.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×