Innlent

Tafir við innritun í Leifsstöð

Algengt er að tafir verði á innritun farþega í Leifsstöð þegar mikið er að gera. Ástæðan er sú að flokkunarkerfi fyrir farangur annar ekki lengur þeim farþegum sem vilja innrita sig á sama tíma.

Starfsmenn hafa ekki undan að tæma færiband sem flytur töskur úr innrituninni og á vagna sem flytja farangurinn út í flugvél. Þetta veldur því að færibandið stíflast og stöðvast og því verða tafir á innritun. Stefán Jónsson, forstöðumaður hjá Leifsstöð, segir að ráðin verði bót á vandamálinu í vikunni þegar innritunarborðum í flugstöðinni verður fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×