Innlent

Réttur eigenda frístundahúsa

Nýskipaður starfshópur, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, á að kanna hvort þörf sé á að semja heildstæða löggjöf um frístundahús eða réttarstöðu eigenda og íbúa slíkra húsa.

Slík löggjöf gæti tekið til samskipta sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda, rétts sumarhúsa­eigenda gagnvart landeigendum, skipulags þjónustu á vegum opinberra aðila og öryggis þeirra sem dvelja í frístundahúsum.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra fyrir 1. mars árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×