Framkvæmdum við tónlistarhús frestað 26. júlí 2006 07:30 Lóð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum um eitt ár til að sporna gegn þenslu og hvetja um leið aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Kostnaður við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er áætlaður 12.5 milljarðar króna. MYND/Stefán Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt. Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt.
Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira