Innlent

Hafa reynslu af vinnu erlendis

Íslenska orkufyrirtækið Enex, sem vinnur að rannsóknum á jarðvarma í þremur sveitarfélögum í austanverðri Slóvakíu, hefur tekið þátt í meira en fimm verkefnum á erlendri grundu. Meðal annars hefur fyrirtækið tekið þátt í stórum verkefnum í El Salvador, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Enex stofnað félag með þremur sveitarfélögum í Slóvakíu. Félagið vinnur að rannsóknum á nýtingu jarðvarma til virkjunar. Fyrst um sinn er unnið að arðsemismati á hugsanlegri virkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×