Innlent

Útgáfa jökla-bréfa í blóma

Krónan styrktist um 1,4 prósent í gær en KfW, þýski landbúnaðarsjóðurinn, gaf í gær út erlend skuldabréf fyrir níu milljarða króna sem eru á gjalddaga eftir eitt ár.

Að sögn greiningardeildar Landsbankans hefur þýski sjóðurinn alls gefið út bréf fyrir 68 milljarða króna. Alls nemur upphæð krónubréfaútgáfunnar 250 milljörðum króna frá því að hún hófst á síðasta ári. Er það um fimmtungur af landsframleiðslunni.

Undanfarna daga hefur krónan verið að styrkjast sem rekja má að nokkrum hluta til aukinnar krónubréfaútgáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×