Innlent

Áætluð fjölgun um 15 prósent

Sveitarfélögin í landinu áætla að rúmlega ellefu þúsund einstaklingar muni njóta greiðslna húsaleigubóta á þessu ári. Það er 14,9 prósenta fjölgun frá árinu áður.

Greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna húsaleigubóta til sveitarfélaga hækkuðu um 6,5 prósentustig á milli áranna 2004 og 2005 og námu 46,5 prósentum heildargreiðslna í fyrra.

Heildargreiðslur sveitarfélaga á húsaleigubótum námu rúmlega 1,5 milljörðum króna árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×