Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn 25. júlí 2006 07:30 Guðjón Hjörleifsson Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira