Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn 25. júlí 2006 07:30 Guðjón Hjörleifsson Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það. Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það.
Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira