Innlent

Foreldrar fá 30.000 krónur

Ómar Stefánsson Forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar segir hugað að dagvistunarmálum níu til átján mánaða barna. Lausnin verði kynnt í haust eða um áramótin.
Ómar Stefánsson Forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar segir hugað að dagvistunarmálum níu til átján mánaða barna. Lausnin verði kynnt í haust eða um áramótin. MYND/Stefán

Aðkoma Kópavogsbæjar að dagheimilum fyrir níu til átján mánaða börn er í undirbúningi. Búist er við því að boðið verði upp á þjónustuna í haust eða strax eftir áramót.

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, segir að rætt hafi verið um að vistunin verði í einkarekstri og að bærinn greiði þrjátíu þúsund til foreldra barnanna.

Þeir ráði síðan hvernig þeir leysi pössun barnanna; hvort peningurinn fari til dagmæðra, dagheimilanna eða þeir ákveði að vera heima með börnin.

Við erum að skoða hvort við getum hafist handa strax í haust eða um áramótin. Það veltur annars vegar á fjárhagsáætluninni okkar og hins vegar á því að ákvörðun um hvernig við ætlum að standa að dagvistuninni hefur ekki verið tekin. Við vitum af þörfinni og höfum hugsað okkur að fá samstarfsaðila til að skoða framhaldið.

Við höfum viðrað hugmyndirnar við aðila sem hafa sýnt því áhuga að reka slík dagheimili.

Ómar segir sumarfrí hægja á undirbúningum: Við vinnum eins hratt og við getum og ætlum að standa við loforð okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×