Flöskuháls í skólakerfinu 19. júlí 2006 07:30 Hjálmar H. Ragnarsson Rektor Listaháskóla Íslands segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna. Innlent Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Innlent Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira