Flöskuháls í skólakerfinu 19. júlí 2006 07:30 Hjálmar H. Ragnarsson Rektor Listaháskóla Íslands segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira