Framboð Jónínu kom Guðna á óvart 12. júlí 2006 03:30 Guðni Ágústsson segir Jónínu Bjartmarz hafa hringt í sig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnt sér að hún væri á leið í Kastljós að lýsa yfir framboði til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur. Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur.
Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira