Framboð Jónínu kom Guðna á óvart 12. júlí 2006 03:30 Guðni Ágústsson segir Jónínu Bjartmarz hafa hringt í sig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnt sér að hún væri á leið í Kastljós að lýsa yfir framboði til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira