Þjóðin vill frumlega hugsun í utanríkismálum 1. júlí 2006 00:01 Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka. Enginn sæmilega óháður aðili gæti haldið því fram að frammistaða íslenskra ráðamanna í viðræðum sínum við Bandaríkjastjórn hafi verið glæsileg. Þeir virðast einna líkastir manni sem lemur hausnum í steinsteyptan vegg og trúir því að hann muni gefa sig á endanum. En auðvitað mun Bandaríkjastjórn ekki láta undan. Til þess hefur hún enga ástæðu ef litið er til þess hvernig þessi samningur er til orðinn. Hann er sprottinn af sömu rót og Keflavíkursamningurinn 1946 og aðild Íslands að NATO 1949, vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn um liðveislu í kalda stríðinu. Fyrst vildu þeir leigja herstöðvar til 99 ára en að lokum var sæst á þennan samning, sem Íslendingar geta sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Í raun og veru merkir það að hægt er að segja honum hvenær sem er. Það er ekki eftir neinu að bíða í því efni öðru en því að íslenskir ráðamenn átti sig á veruleikanum. Herstöðvasamningurinn varð til að beiðni Bandaríkjastjórnar sem töldu sig þurfa á herstöðvum í Evrópu að halda vegna kalda stríðsins. Nú eru liðin sextán ár frá lokum þess og allan þann tíma hefur blasað við að aðstæður eru breyttar. Hinir einu sem ekki hafa áttað sig á því eru íslenskir ráðamenn og þeir fjölmiðlar sem flutt hafa mál þeirra af meira kappi en visku. Þeir hafa stritast við að kalla herinn "varnarlið" og reynt að sannfæra sjálfa sig og þjóðina um að hann hafi komið hingað að kröfu Íslendinga en ekki hið gagnstæða. Þvílík afneitun á veruleikanum gengur aldrei til langframa og því lengur sem menn lifa í henni því meiri sauðir virðast þeir þegar ekki er hægt að viðhalda blekkingunni. Hvaða kosti eiga Íslendingar í þessari stöðu? Við eigum tvær leiðir til að tryggja eigið öryggi. Önnur er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna að engin ógn frá erlendu ríki steðjar að Íslandi og engin slík ógn er fyrirsjáanleg. Við getum brugðist við því með því að spara okkur landvarnir uns þeirra verður þörf. Við getum gert eins og Kosta Ríka sem lagði niður her sinn fyrir mörgum áratugum og hefur síðan búið við meiri öryggi innan lands og utan en allar grannþjóðir þess. Jafnframt getum við stuðlað að öryggi í heiminum með því að styðja við alla þá sáttmála sem takmarka kjarnorkuvopn, vopnasölu og annan þann ófögnuð sem orsakar svo mörg vandamál í fjarlægum löndum. Við getum friðlýst efnahagslögsögu okkar fyrir kjarnorkuvopnum svo að ekki verði hér uppi fótur og fit í hvert sinn sem kjarnorkuknúinn ryðkláfur villist inn í landhelgina. Hin leiðin er sú sem greinilega höfðar til þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr: Að lifa í stöðugum ótta við ímyndaðar ógnir. Auðvitað er engin vörn möguleg gegn sérhverri slíkri ógn, en vissulega er hægt að stíga einhver skref í þá átt. Besta leiðin er þá sú sem núverandi ráðamenn hafa valið, að tryggja sér stuðning öflugustu vígvélar í heimi. Gallinn við þessa leið er hins vegar sá að "samningsstaða" Íslendinga í slíku sambandi er harla veik. Í raun eigum við ekki annan kost en að þiggja það sem að okkur er rétt og vera þakklát fyrir. Jafnframt er ekki útséð með það hvaða kvaðir fylgisspekt við Bandaríkin hefur í för með sér. Stuðningur við hernám Afganistans og Íraks er hluti af pakkanum. Ísland verður að gera sér að góðu að halda áfram að vera millilendingarstöð fyrir fangaflugið illræmda og sinna þeim verkefnum sem þægum bandamönnum er úthlutað. Fæstum Íslendingum þykir sú tilhugsun geðsleg. Hljótum við ekki að spyrja okkur hvort þetta sé ekki of hátt verð fyrir ímyndað öryggi? Er ekki kominn tími til að hleypa að frumlegri hugsun í utanríkismálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka. Enginn sæmilega óháður aðili gæti haldið því fram að frammistaða íslenskra ráðamanna í viðræðum sínum við Bandaríkjastjórn hafi verið glæsileg. Þeir virðast einna líkastir manni sem lemur hausnum í steinsteyptan vegg og trúir því að hann muni gefa sig á endanum. En auðvitað mun Bandaríkjastjórn ekki láta undan. Til þess hefur hún enga ástæðu ef litið er til þess hvernig þessi samningur er til orðinn. Hann er sprottinn af sömu rót og Keflavíkursamningurinn 1946 og aðild Íslands að NATO 1949, vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn um liðveislu í kalda stríðinu. Fyrst vildu þeir leigja herstöðvar til 99 ára en að lokum var sæst á þennan samning, sem Íslendingar geta sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Í raun og veru merkir það að hægt er að segja honum hvenær sem er. Það er ekki eftir neinu að bíða í því efni öðru en því að íslenskir ráðamenn átti sig á veruleikanum. Herstöðvasamningurinn varð til að beiðni Bandaríkjastjórnar sem töldu sig þurfa á herstöðvum í Evrópu að halda vegna kalda stríðsins. Nú eru liðin sextán ár frá lokum þess og allan þann tíma hefur blasað við að aðstæður eru breyttar. Hinir einu sem ekki hafa áttað sig á því eru íslenskir ráðamenn og þeir fjölmiðlar sem flutt hafa mál þeirra af meira kappi en visku. Þeir hafa stritast við að kalla herinn "varnarlið" og reynt að sannfæra sjálfa sig og þjóðina um að hann hafi komið hingað að kröfu Íslendinga en ekki hið gagnstæða. Þvílík afneitun á veruleikanum gengur aldrei til langframa og því lengur sem menn lifa í henni því meiri sauðir virðast þeir þegar ekki er hægt að viðhalda blekkingunni. Hvaða kosti eiga Íslendingar í þessari stöðu? Við eigum tvær leiðir til að tryggja eigið öryggi. Önnur er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna að engin ógn frá erlendu ríki steðjar að Íslandi og engin slík ógn er fyrirsjáanleg. Við getum brugðist við því með því að spara okkur landvarnir uns þeirra verður þörf. Við getum gert eins og Kosta Ríka sem lagði niður her sinn fyrir mörgum áratugum og hefur síðan búið við meiri öryggi innan lands og utan en allar grannþjóðir þess. Jafnframt getum við stuðlað að öryggi í heiminum með því að styðja við alla þá sáttmála sem takmarka kjarnorkuvopn, vopnasölu og annan þann ófögnuð sem orsakar svo mörg vandamál í fjarlægum löndum. Við getum friðlýst efnahagslögsögu okkar fyrir kjarnorkuvopnum svo að ekki verði hér uppi fótur og fit í hvert sinn sem kjarnorkuknúinn ryðkláfur villist inn í landhelgina. Hin leiðin er sú sem greinilega höfðar til þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr: Að lifa í stöðugum ótta við ímyndaðar ógnir. Auðvitað er engin vörn möguleg gegn sérhverri slíkri ógn, en vissulega er hægt að stíga einhver skref í þá átt. Besta leiðin er þá sú sem núverandi ráðamenn hafa valið, að tryggja sér stuðning öflugustu vígvélar í heimi. Gallinn við þessa leið er hins vegar sá að "samningsstaða" Íslendinga í slíku sambandi er harla veik. Í raun eigum við ekki annan kost en að þiggja það sem að okkur er rétt og vera þakklát fyrir. Jafnframt er ekki útséð með það hvaða kvaðir fylgisspekt við Bandaríkin hefur í för með sér. Stuðningur við hernám Afganistans og Íraks er hluti af pakkanum. Ísland verður að gera sér að góðu að halda áfram að vera millilendingarstöð fyrir fangaflugið illræmda og sinna þeim verkefnum sem þægum bandamönnum er úthlutað. Fæstum Íslendingum þykir sú tilhugsun geðsleg. Hljótum við ekki að spyrja okkur hvort þetta sé ekki of hátt verð fyrir ímyndað öryggi? Er ekki kominn tími til að hleypa að frumlegri hugsun í utanríkismálum?
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun