Eigum við ekki bara að tala íslensku? 25. apríl 2006 14:15 Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira